Folge uns
iBookstore
Android app on Google Play
Gefällt mir
Ein Programm der Universität Leiden
Hvar liggja mörk vetrarbrautarinnar?
16. May 2012

Ljós frá mörg hundruð milljörðum stjarna fyllir þessa nýju mynd mjúkum bjarma. Hér sést vetrarbraut en erfitt er að sjá útlínurnar því ljós hennar dofnast þegar lengra dregur frá miðju.

Til að sjá lögunina er betra að skoða myndina í stærri útgáfu. Ímyndaðu þér svo að þú teiknir línu í kringum ljósbjarmann. Þá sérðu að vetrarbrautin er sporöskjulaga, ekki ósvipuð ruðningsbolta. Stjörnufræðingar kalla svona vetrarbrautir sporvöluþokur. Í geimnum eru líka til vetrarbrautir sem minna á svelgi eða vindrellur og eru þess vegna kallaðar þyrilþokur, en líka ýmsar tegundir óreglulegra vetrarbrauta. (Vetrarbrautin okkar er þyrilþoka.)

Sporvöluþokur eru stærstu vetrarbrautirnar í alheiminum en í þeim hringsóla stjörnurnar um miðju þeirra í allar áttir. Það gerir þær mjög ólíkar þyrilþokum þar sem allar stjörnurnar hringsóla um miðjuna, eins og þær sætu allar á ósýnilegu flötu yfirborði. Ef sporvöluþoka minnir á ruðningsbolta eru þyrilþokur flatar og þunnar eins og pönnukökur.

Ólíkt þyrilþokum eru sporvölur venjulega ryklausar. Aftur á móti er þessi sporvöluþoka rykug eins og sjá má af rykslæðunni sem liggur yfir miðjunni. Stjörnufræðingar telja að ástæðan sé sú að stóra sporvalan hafi gleypt rykuga þyrilþoku!

Fróðleg staðreynd

Það tók 50 klukkutíma að taka þessa mynd! Býsna langur tími til að segja „sís“!

Mehr Informationen

 Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ESO.

Share:

Mehr Neuigkeiten
14 September 2020
10 September 2020
3 September 2020

Bilder

Galaktische Grenzen markieren
Galaktische Grenzen markieren

Printer-friendly

PDF File
1,0 MB