Folge uns
iBookstore
Android app on Google Play
Gefällt mir
Ein Programm der Universität Leiden
Sköllótti frændi Plútós
21. November 2012

Makemake, dvergreikistjarna í sólkerfinu okkar, virðist ekki hafa neinn lofthjúp; hann er sköllóttur! Það þýðir að hann getur ekki haldið í þá fáu sólargeisla sem honum berast svo langt frá sólinni en hann er enn lengra frá henni en frændi hans Plútó.

Fáein ár eru síðan Plútó var talin fjarlægasta reikistjarnan eða allt þar til hann var lækkaður í tign og skilgreindur sem dvergreikistjarna eins og Makemake. Dvergreikistjörnur eru of litlar til að vera skilgreindar sem reikistjörnur en eru engu að síður kúlulaga eins og reikistjörnur og stærri en smástirnin. Við vitum óskaplega lítið um nálægari dvergreikistjörnur og næstum ekki neitt um Makemake. Til að geta rannsakað þennan fjarlæga hnött í smáatriðum urðu stjörnufræðingar að bíða þess að hann gengi fyrir stjörnu. Þeir biðu og biðu og eftir nokkra hríð bar þolinmæðin loks ávöxt.

Ef Makemake hefði lofthjúp myndi stjarnan dofna hægt og rólega þegar dvergreikistjarnan færi fyrir hana. Á sama hátt dofnar sólin hægt og rólega þegar hún sígur undir sjóndeildarhringinn frá jörðu séð. Í tilviki Makemake hvarf stjarnan skyndilega og birtist aftur skyndilega um einni mínútu síðar. Ljós stjörnunnar dofnaði aldrei smám saman. Það segir okkur að Makemake hefur ekki lofthjúp og hlýtur því að vera kaldari en menn bjuggust við, jafnvel kaldari en Plútó!

Fróðleg staðreynd

Fyrir utan Makemake eru fjórar aðrar dvergreikistjörnur í sólkerfinu: Plútó, Ceres, Hámea og Eris.

Mehr Informationen

 Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ESO.

Share:

Mehr Neuigkeiten
14 September 2020
10 September 2020
3 September 2020

Bilder

Plutos glatzköpfiger Cousin
Plutos glatzköpfiger Cousin

Printer-friendly

PDF File
1,1 MB